Um okkur

UM VÖRUMERKIÐ HELIA-D

Arfleifð Helia-D hófst fyrir fjörutíu árum í litlu ungversku þorpi, Szigethalom, þar sem hundruð og stundum þúsundir manna stóðu í marga mánuði í röð fyrir framan hús yndislegrar gamallar konu sem var þekkt fyrir að búa til „kraftaverkakrem“. .

 

Kremin voru þekkt fyrir að draga úr hrukkum og gera húðina slétta og ferska. Fréttin af „kraftaverkakremunum“ vöktu athygli sjónvarps og útvarps og sem betur fer einnig stærstu lyfjaverksmiðju landsins Biogal. “Sjón er sögu ríkari “ Sýnin var einstaklega sannfærandi og því þótti Biogal lyfjafyrirtækinu kremið þess verðugt og niðurstöður prófananna sannfærðu fljótt rannsakendur lyfjafyrirtækisins, svo þeir byrjuðu strax.

 

Ásamt háskólarannsakendum greindi lyfjafyrirtækið virku innihaldsefnin í „kraftaverkakremunum“ og var notað við þróun Helia-D vörulínunnar. Kremið var byggt á sólblómastofnseyði. 

 

Fljótlega, eftir að Helia-D kremin voru sett á markað mátti sjá tugi hundruða og þúsunda kvenna standa í löngum biðröðum fyrir utan snyrtivöruverslanir um allt Ungverjaland til að kaupa Helia-D kraftaverkakremin.

 

Velgengni Helia-D takmarkaðist ekki við ungverska markaðinn og hlaut alþjóðlegt lof. Innan fárra ára varð Helia-D vörumerkið eftirsótt vara frá París til Seoul.

 

Heimur Helia-D var hins vegar snúinn á hvolf þegar lyfjafyrirtækið sem framleiðir Helia-D vörurnar seldi verksmiðjuna, snyrtivöruverslanirnar og Helia-D vörumerkið til stórs fjölþjóðafyrirtækis  og í fjarveru ást og athygli á vörumerkinu var Helia-D svæfð.

 

Árið 2004 keypti Péter Budaházy fjárfestir þetta goðsagnakennda andlitskrem og gerði það að 21. aldar vörumerki, en varðveitir hefðir kremsins. Helia-D kom aftur á markað og vex hratt.

❤️Elskaðu það sem þú gerir og gerðu það sem þú elskar ❤️

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods